Leita í fréttum mbl.is

Stór, stærri, stærstur

Nú er orðið svolítið langt síðan ég bloggaði síðast, og nei, það tengist ekkert kommentinu frá blaðamanninum góða.  Ég elska svona fréttir sem eru ekki fréttir, eru meira svona dægurflugur og skemmtileg skrif um eitthvað sem í raun skiptir ekki máli en er samt hluti af veröldinni.  Í vikunni sem leið voru til dæmis tvær yndislegar fréttir sem ég ætlaði að skrifa eitthvað skemmtilegt um en gaf mér ekki tíma í það.  Önnur var með svo yndislega fyrirsögn "Hakkaðir bananar" og fjallaði fréttin um að hakkarar væru búnir að hakka sig inn á síðu Banana hf.  Hin var algjör gullmoli, sé eftir að hafa ekki tekið afrit af henni.  Hún var um skjaldböku sem var á leið sinni norður eftir einhverjum vegi þar sem var 60 km hámarkshraði!!!!  Svona skot bjarga oft deginum, svo elsku bestu fréttaritarar, ekki hætta Tounge

Ég hef verið svo upptekin þessa dagana í skólanum, en einu sumarfaginu er að ljúka og er lokaprófið núna á mánudaginn, sem þýðir að ég á að vera að læra en ekki blogga.  Svo er besti dagur sumarsins núna, allavega sá besti hingað til, og maður er tilneyddur til að hanga í bænum Frown Þar spilar inn í prófið á mánudaginn og sumarsýning HRFÍ sem er núna um helgina.  Ég fór með voffínuna mína á sýninguna og niðurstaðan var svona lala.  Hún fékk 1. einkunn eins og alltaf en dómaranum þótti hún of feit...... já ok, hún er kannski aðeins í holdum, bara svona eins og mamma sín.  Markmiðið er semsagt að ganga á fullt af hólum og fjöllum í sumar og koma okkur báðum í form fyrir októbersýninguna.  Henni til afsökunar er hún að lóða og er ekki alveg sú kátasta þessa dagana.  Hún elskar yfirleitt að fara inn í sýningarhringinn og elskar alla athyglina en í morgun vildi hún bara ljúka þessu af sem fyrst.  Dómurinn var samt rosalega góður fyrir utan "fitu"kommentið Wink

En svo ég víki nú að fyrirsögninni minni.  Bróðir minn og hans kona, ásamt fjölskyldu hennar og þeirra vinum tókst að framkvæma eitt undraverkið, enn og aftur, og komast aðeins ofar í "ég er stærstur og bestur" keppninni sem virðist hrjá landann þessa dagana, allavega miðað við þessi risavöxnu hjólhýsi sem sjást á götunum.  Ekki það að ég sé alveg saklaus í þessari keppni og hjá mér skiptir stærðin máli Blush  Þeir voru semsagt að flytja inn eitt stykki 54" jeppadekk, svona bara í ganni.... bera það við bílana sína og skoða möguleikana.  Eins og 49" dekkin séu ekki nægilega stór!!  Þetta er alveg hreint ótrúlegt ferlíki, það er reyndar örlítið mjórra en 49" dekkin og að því leyti henta þau betur, en vá, þar er varla að ég sjái yfir dekkið Tounge  Hér eru tvær myndir sem sýna gripinn.  Sú síðari sýnir hinar ýmsu stærðir dekkja og það stærsta er að sjáfsögðu 54" dekkið.  Næst á eftir koma 49", 46", 44", 42" og loks dekk undan óbreyttum jeppa!!

54´(1)

 54'(2)

Það verður svo spennandi að fylgjast með því hvort einhver splæsi í 3 dekk til viðbótar og láti reyna á þetta.  Það verður allavega ekki ég Wink 

En nú er best að ég fari að kíkja á glósurnar mínar.  Ég ætla að freistast til að læra úti á palli til að nýta sólargeislana aðeins.  Gallinn er helstur sá að í blokkinni eru ansi mörg börn og þeim liggur frekar hátt rómur og því eins og maður sé staddur á leikskóla Sideways En sjáum hvað ég þrauka lengi! 

Eigið góðan dag Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér roooosalega vel í prófinu á mánudaginn, ég veit að þú rúllar þessu upp

Vona að þessi 54'' dekk endi ekki undir okkar bíl því þá get ég gleymt því að ætla að komast upp í hann, hehe.... sé mig í anda fyrir framan Staðaskála hangandi í bílhurðinni..... svona eins og Guðrún í Nóatúni.... gæti samt alveg trúað þeim til að reyna þetta

Harpa (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 14:01

2 identicon

hehe... já ég sé mann í anda að reyna að komast upp í bíl á svona dekkjum haha

En ef þig vantar félgsskap við að rölta á tinda til að koma Töru í form þá er ég alveg laus í svoleiðis :)

Eva (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband