Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sjö Vizslur fæddar!

Nú er systir Töru minnar, hún Ríma, búin að eignast 7 litla hvolpa, 3 tíkur og 4 rakka.  Faðirinn er hinn stolti Húgó sem eignaðist 8 heilbrigða hvolpa í mars síðastliðnum.  Vizlunum hefur semsagt fjölgað talsvert á þessu ári og eru nú Vizlurnar hér á landi orðnar 39 talsins ef ég man rétt.  Ég óska Gumma og Söru til hamingju með fjölgunina og get varla beðið eftir að fá að hitta Rímu og hvolpana Smile

Þær systur, Tara og Ríma, eru úr fyrsta Vizslugotinu sem var hér á landi þann 8. júní 2004.  Foreldrar þeirra eru Stemma og Bragur sem komu hingað til lands árið 2004, flutt inn af Emil Emilssyni og Sigríði Erlu Jónsdóttur.  Annað got kom frá þeim í maí ári síðar.  Tara er því úr stórum systkinahóp en þau eru alls 20 systkinin Heart


Ríkissjónvarpið ógurlega og afturför Stöðvar 2

Alveg hreint ótrúlegt með sjónvarpsdagskrána um helgar, það er eins og stöðvarnar keppist um að hafa sem lélegasta dagskrá!!

Nú er semsagt laugardagskvöld og ég í stuði til að liggja upp í sófa með popp og Tab og glápa á sjónvarpið.  Skoða dagskrána vel og vandlega og vona hið besta en nei, á Stöð2 eru tvær hasarmyndir á dagskrá svo þar er ekki úr miklu að velja.  Fyrri myndin, Blade, er reyndar ágæt en þar sem hún er ekki ný af nálinni er ég búin að sjá hana.  Seinni myndin er mótorhjólamynd með Ice Cube í aðalhlutverki - nei takk!  Skjár1 er með fullt af þáttum eins og venjulega en því miður eru það akkúrat þættir sem ég fíla ekki.  Þá er bara einn séns eftir, Ríkissjónvarpið ógurlega, skyldueign allra sjónvarpseigenda og þar á ég ekki von á að finna nokkuð.  En viti menn, eftir að hafa þýtt dagskrána yfir á skiljanlegt kvikmyndamál (dagskráin í Ríkissjónvarpinu er alltaf á íslensku og oft algjörlega ómögulegt að átta sig á hvaða mynd verður sýnd!!) þá kom í ljós að Sjónvarpið er að sýna tvær þrusumyndir GetLost  Fyrri myndin er Köngulóarmaðurinn (Spiderman), reyndar fyrsta myndin frá 2002.  Sú síðari er Hnefaleikaundrið..... já og hugsið nú, hvaða mynd ætli það sé??  Ha, hvern grunaði að Sjónvarpið myndi sýna óskarsverðlaunamyndina Million Dollar Baby frá árinu 2004.  Ég er allavega svo heppin að hafa ekki séð þessa mynd og ætla sko að koma mér vel fyrir og glápa á hana. 

Þá er það spurningin, af hverju er maður að púkka upp á sjónvarpsstöð eins og Stöð2 sem er með hreint út sagt glataða helgardagskrá, er rándýr og leyfir sér svo í ofanálag að vera með auglýsingahlé í sjónvarpsþáttunum.  Mér finnst eins og það sé verið að hafa okkur áskrifendur að fíflum - það er bara ekki hægt að réttlæta auglýsingahlé í þáttum í áskriftarsjónvarpi!!! Ástæðan fyrir því að maður keypti áskrift að Stöð2 hér um árið var einmitt út af kvikmyndunum sem var venja að sýna um helgar en nú er maður áskrifandi út af nokkrum sápuóperum sem er núna hægt að kaupa á netinu.  

Held ég fari bara að hætta þessu Angry


Að gerast tölvusnillingur!

Svei mér þá, ég held að ég sé að gerast snillingur í tölvum..... ég er að fikta í stillingunum á bloggsíðunni en það er alveg heill hellingur sem hægt er að fikta í.  Búin að finna 216 litakóda og valkvíðinn er heldur betur farinn að segja til sín Tounge  Ég er búin að prófa alls kyns litasamsetningar og datt niður á eina þá ljótustu en það voru fjólubláir textakassar og skær gulur bakgrunnur, alveg hrikalegt enda var ég mjög fljót að breyta því.  Þetta er hin ágætasta afþreying svona með sjónvarpsglápinu, annað augað á Americas Next top Model og Jericho og hitt á tölvunni!  Maður er nú einu sinni kona og því mjög fjölhæf Wink 

Það er verst ef ég verð bara önnum kafin að breyta litum á síðunni í staðinn fyrir að skrifa eitthvað gáfulegt.  Ég er að vinna í því vera duglegri að skrifa, það virðist bara alltaf vera svo mikið að gera þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug að segja.  Ég afrekaði það þó að setja inn myndir af prinsessunni minni og nokkrar myndir úr Kvennaferð 4x4 svo þetta er nú ekki alslæmt.  Annars var ég í prófi í gær sem gekk bara ágætlega sem er líka eins gott eftir að hafa sofið lítið og drukkið óheyrilega mikið af hinum guðdómlega og dýrmæta drykk TaB.  Enda var ég hálf ónýt í gær, allur líkaminn í einhverju rugli bara.  Svona álíka miklu rugli og sjónvarpsdagskráin á Stöð2 í gærkvöldi.  Mikið agalega var leiðinlegt að það væri í sífellu verið að rjúfa dagskrána vegna frétta um stjórnarmyndun.  Það var nú svosum ágætt að hafa horft á fréttaskotin, maður verður nú að vera aðeins inni í pólitíkinni svona til að vera kjafthæfur í vinnunni.

Ég varð reyndar svolítið hvumsa þegar ráðherralisti Samfylkingarinnar var gerður opinber.  Mér finnst súrt að varaformaður flokksins, Ágúst Ólafur, skuli þurfa að lúta í lægra haldi fyrir kynjajafnréttinu og þetta eru orð kvenmanns!  Jú því mér finnst ekki að hæfileikar eigi að víkja fyrir kynjajafnrétti, þarna er verið að ganga fram hjá varaformanninum því hann er karlmaður - hvert er jafnréttið hér!!  Æ mér finnst þetta kynjadæmi stundum ganga of langt, farið út í öfgar held ég Errm

Nú er ég búin að fikta svo mikið í tölvunni að Touch Padið datt úr sambandi... hehe... svo mig grunar að ég þurfi að restarta elskunni.  Kannski er ég ekki svo mikill tölvusnillingur eftir allt saman Woundering


Gengið á Úlfarsfellið

Ég og Tara skottuðumst á Úlfarsfellið áðan í veðurblíðunni.  Mikið rosalega var það hressandi, enda ágætlega svalt þarna uppi í fjallagolunni.  Við vorum ekki nema tæpan hálftíma upp og vorum álíka lengi niður enda fórum við einhverja kjánalega leið niður Wink  Tara hljóp örugglega sem samsvarar tvisvar sinnum upp á fellið, algjör snilld. Þetta er sennilega ekkert alveg skemmtilegasta gönguleiðin, allavega ekki svona snemma að vori.  Útsýnið er samt alveg meiriháttar og alveg þess virði að rölta þarna upp til að njóta þess.  Þetta er líka hvorki erfið né löng gönguleið og rétt við borgarmörkin.  Gæti ekki verið betra, enda eigum við stöllur alveg pottþétt eftir að fara þetta aftur Happy


Hvað svo!!

Nú er spurningin hvað við Íslendingar gerum næst.  Eigum við að leika sama leik og kjósa bara Svíþjóð og Finnland á laugardaginn, eins og Eiríkur stakk upp á, eða kjósa bara löndin sem tilheyra vestur evrópu og hunsa algjörlega austantjaldsríkin! Þetta er allt svolítið kjánalegt en mikið rosalega er freistandi að taka höndum saman og taka upp gamla klíkuskapinn Wink

Áfram Svíþjóð og Finnland!!!!


Austur-Evrópa hvað...

Hvað er í gangi, er þetta Eastern-Eurovision Song Contest eða hvað!

Hvað sem því líður þá var flutningur og framkoma Eiríks Hauks og félaga óaðfinnanleg og okkur til sóma.  Megum vera stolt af okkar manni, ekki spurning.


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband