Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Skil ekki!

Nú er ég alveg steinhissa.  Ég skil það mjög vel að það sé nauðsynlegt að reyna að koma sem flestum heimilislausum einstaklingum af götunni og á heimili og þannig séð er staðsetningin ekkert út í hött.  Þetta er á svæði 101 þar sem alla hægt er að sækja flest alla þjónustu fótgangandi og húsnæðið hentar vel undir slíkt heimili - En hér kemur það sem ég skil bara alls ekki, af hverju er ekki skilyrði að íbúarnir hætti í neyslu?????  Á vef Félagsmálaráðuneytisins segir um starfsemina: "Heimilisfólki verður boðið uppá almenna og sérhæfða heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu og heildstæða félagslega ráðgjöf og stuðning til þess að ná tökum á lífi sínu, meðal annars að sækja áfengis- og fíknefnameðferð.  Ekki er skilyrði fyrir dvöl á heimilinu að viðkomandi hætti neyslu."  Það á semsagt að bjóða þessum karlmönnum að sækja áfengis- og fíkniefnameðferð, gott mál, en hver er hvatinn?  Þeir hafa þak yfir höfuðið á fínum og góðum stað en mega halda áfram í neyslu!!  Mér þykir mun eðlilegra að skilyrði sé fyrir búsetu sé engin neysla vímuefna og hjálpa þannig körlunum að koma lífi sínu á réttan kjöl.  Slíkt skilyrði er sett fyrir þær konur sem dvelja á Konukoti þó þar sé reyndar annað fyrirkomulag á þjónustunni, en þar mega konurnar ekki neyta áfengis né vímuefna á meðan þær eru í húsinu.  Svo þykist velferðarráð koma á móts við íbúa í nágrenninu með því að fækka íbúum úr 10 í 8.... Shocking  Ef neysla væri bönnuð þykist ég nokkuð viss um að annað hljóð væri í íbúum í nágrenninu!!!


mbl.is Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ársæll ríður á vaðið

Nú er mitt fólk farið í hálendisvaktina en þau lögðu af stað á tveim jeppum föstudaginn 29. júní.  Þetta er í annað sinn sem Bjsv. Ársæll tekur þátt í þessu frábæra verkefni og eins og í fyrra völdum við að taka Fjallabaksleið, enda er það rosalega skemmtilegt og fjölbreytt svæði.  Því miður þurfti að "splitta" hópnum upp og senda annan bílinn á Sprengisand, en eitthvað kom upp á hjá þeirri sveit sem átti að vera þar og þurftum við því að hlaupa í skarðið.  En við erum líka best Wink  Þetta er svo mikið dekurlið að þau fengu sendar ferskar matvörur í dag, ég fór ekki nema í 3 búðir í gær til að fá allt af listanum og svo var farið í búð aftur í morgun til að fá nýtt brauð.  Það sem maður gerir ekki fyrir þessar elskur Tounge  Þau eru búin að vera heppin með veður enn sem komið er og vonandi helst það bara svoleiðis áfram.  Annars er alveg tilvalið að fá smá skúrir í morgunsárið, svona til að binda rykið á vegunum.  Ég hlakka til að fá þau í bæinn og fá ferðasöguna beint í æð.

mbl.is_431745A

 Mynd af hópnum af síðu mbl.is

Ég hefði nú alveg viljað fara með en þar sem ég ætla bara að leyfa mér vikusumarfrí ákvað ég að láta fjölskylduna ganga fyrir, svona einu sinni Blush  Planið er að skreppa norður til Akureyrar og hafa þar "base camp", skreppa svo í dagsferðir eitthvað þarna í kring.  Vonandi verður bara ágætis veður, allavega verður að vera þurrt og helst ekki mikið rok og ekki væri verra ef einhverjir sólargeislar næðu til okkar.  Ætla samt ekki að vera of kröfuhörð.

Látum þetta duga í bili!


mbl.is Björgunarsveitir á hálendinu í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband