Leita í fréttum mbl.is

Geðveikur leikfimitími og mjaðmahreyfingar (hvað er nú það!)

Ég er semsagt í 16 vikna námskeiði í Hreyfingu sem er auðvitað ekki frásögum færandi.  Áðan fór ég þó í geðveikan tíma, þvílík snilld.  Eyrún, sem kennir á námskeiðinu, þurfti að leysa annanhippo-dance kennara af sem vegna veikinda og sameinaði því tvo tíma.  Tímann okkar og svo danspartýtíma.... ómg hvað það var gaman.  Geðveikt gólferóbikk með dansívafi í 50 mín - crazy gaman.

Ég var með risa bros allan tíman og gat ekki annað en hlegið annað slagið og þá hló ég að sjálfri mér.  Ég er nú ekki nægilega illgjörn til að hlæja mjög mikið að öðrum.  En vá hvað íslenskar konur eiga erfitt með að hreyfa mjaðmirnar... hehe við erum bara algjörir spítukarlar.  Ég var að reyna að losa um og vera opin fyrir öllum sveiflunum, en nei, ekki að ræða það, þessar blessuðu mjaðmir bara vildu ekki sveiflast til og þá alls ekki í takt við tónlistina.... svo reyndi ég að bæta handahreyfingunum við og ég varð eins og ...... æ nei á ekki einu sinni orð yfir hvað ég sá í speglinum LoL  Gaman samt og virkilega hressandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ú virkar skemmtilegt! Hefði alveg viljað vera fluga á vegg ;)

Harpa (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband