Leita í fréttum mbl.is

Er verslun ekki að fara út í öfgar?

Hvert stefnir þetta stóra neysluþjóðfélag eiginlega? Að bjóða upp á lausasölulyf eins og verkjalyf í sjálfsala er alveg stórfurðuleg hugmynd að mínu mati.  Hér á höfuðborgarsvæðinu eru 3 apótek sem eru opin til kl. 23:30 alla daga, eitt sem er opið til kl. 23 og eitt sem er opið til kl. 21 alla daga.  Flest apótek opna svo kl. 9 á morgnana.  Ef við getum ekki verslað á þessum rúma opnunartíma er ekki alveg í lagi hjá okkur.  Við erum orðin allt of vön því að geta verslað hvenær sem við viljum, á hvaða tíma sólarhrings sem er.  Verslanir eru opnar alla daga og flestar um helgar líka.  Auðvitað er þetta bara svona ýkt hérna á höfuðborgarsvæðinu en fyrst landsbyggðarbæjir eins og Akureyri komast af án svona opnunartíma af hverju getum við það ekki líka?  Á Akureyri er lengsti opnunartími apóteks til kl. 19 á virkum dögum og til kl. 17 um helgar.

Opnunartíminn er að fara út í öfgar.  Verslunarmiðstöðvarnar eru opnar allar helgar, frameftir kvöldi á fimmtudögum, bókabúðir eru farnar að hafa opið til kl. 22 á kvöldin, Blómaval og Húsasmiðjan opið til kl. 21 á virkum dögum og BT opið til kl. 22 á virkum dögum.  Það er aldeilis sem maður getur dundað sér í búðunum!

Held við ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar sem svo oft áður.  Þar er opnunartíminn innan marka sem gæti kallast eðlilegur.  Opnunartíminn er á við venjulegan vinnudag og yfirleitt eru verslanir að loka kl. 18 þó einstaka stærri verslanir séu að hafa opið til kl. 20.  Stærri verslanir eru oftast með opið á laugardögum til kl. 17.  Almennt er ekki opið á sunnudögum en þó er það þannig að verslanir hafa leyfi til að hafa opið fyrsta sunnudag í mánuði og þá til kl. 17.  Þetta eru verslunarmiðstöðvarnar að nýta sér. 

Viljum við ekki eyða meiri tíma með fjölskyldu okkar og vinum frekar en að vinna frá okkur allt vit?  Viljum við ekki frekar verja þeim tíma sem við eigum með fjölskyldu okkar og vinum annars staðar en í verslunum?  Mér finnst ég heyra allt of oft að fjölskyldufólk sé að gera sér dagamun með fjölskyldunni um helgar með því að skreppa í Smáralind eða Kringluna.... !!

Bara smá pælingar Wink


mbl.is Mætti selja lausasölulyf í sjálfsala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, þetta er komið út í frekar miklar öfgar...en samt þegar við vorum fyrir norðan vorum við alltaf að kvarta yfir því að ekkert væri opið nógu lengi hehe, við erum orðin svo vön því að geta keypt allt sem við þurfum hvenær sem er...en maður náttúrulega þarf fæst af þessu asap þannig að ég er viss um að við kæmumst af með styttri opnunartíma ;)

Harpa (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband