4.9.2007 | 14:55
Gerviólétta...
Ég fór með Töru mína í árlega heimsókn til dýralæknis til að fá bólusetningu fyrir hana og þess háttar dóterí. Til að nýta ferðina ákvað ég að lýsa yfir áhyggjum mínum yfir vaxtarlagi elskunnar minnar en hún hefur fitnað talsvert síðastliðið ár og undanfarna daga hefur matarlystin aukist en hreyfiþörfin minnkað. Vegna umræðunnar um lifrabólgutilfellin sem hafa verið að greinast hélt ég kannski að hún væri eitthvað lasin. Læknirinn mældi hitann og þreifaði hana og þuklaði og spurði mig allskyns spurninga áður en hún kom með greiningu - já hún er bara gerviólétt Ég varð svo hissa og sagði bara ó mæ god, í alvöru! Það er mjólk í spenunum sagði læknirinn og ég bara gapti meira og sagði að það gæti nú ekki verið. Jú víst, sjáðu, sagði læknirinn og kreisti einn spenann og úr honum kom smá hvítur vökvi.... mjólk... ég er svo aldeilis hissa. Hafði nú reyndar heyrt af svona ástandi, sem er sökum ruglings í hormónum eftir lóðarí, en að það myndi gerast fyrir tíkina mína hafði aldrei hvarflað að mér. Þessi greining útskýrir hinsvegar margt í fari hennar. Nú skil ég til dæmis þessa skyndilegu knúsþörf hennar en hún lætur mig varla í friði þegar ég sit í sófanum, hún vill bara kúra hjá mér og sleikja mig. Æ þessi litla elska.
Eftirfarandi lýsingu á gervióléttu fann ég á vef Dýralæknastofu Suðurnesja:
"Svokölluð gerviólétta er ástand sem margar tíkur ganga í gegnum. Þær sýna einkenni þess að vera hvolpafullar, fá aukna matarlyst, verða kviðmeiri, júgrið stækkar og mjólkurframleiðsla fer jafnvel í gang. Sumar virðast undirbúa got, búa sér til hreiður og verða eirðarlausar og taka að sér ýmsa hluti (t.d. bangsa) 5-10 vikum eftir lóðarí. Þetta skýrist að hluta til af því að styrkur meðgönguhormónsins er mjög hár í blóði tíka eftir lóðarí, í sumum tilfellum jafn hár og hjá tíkum sem eru hvolpafullar. Hætt er við því að tík sem verður gerviólétt einu sinni, verði það einnig á næsta lóðaríi."
Ég fór í dótabúð eftir vinnu áðan og keypti nokkra bangsa handa litlu dúllunni minni svo hún hafi nóg að knúsast með. Ég tek þetta sem vísbendingu um hvað hana langar rosalega að eignast hvolpa svo vonandi fær hún tækifæri til þess síðar
Bloggvinir
Tenglar
HUNDALÍF
- Hundaræktarfélag Íslands
- Hvuttar.net
- Dýraríkið
- Garðheimar
- Gæludýrabúðin Trítla
- Dýrabær
- Hill's hundafóður
- Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
- Dýraspítalinn í Víðidal
FERÐALÖG OG VEÐUR
- Ganga.is
- Ferðaklúbburinn 4x4
- Færð á vegum
- Betra veður Eini veðurvefurinn sem vit er í
- Veðurstofa Íslands
- Akureyri
- Útivist
- Ferðafélag Íslands
ÁHUGAVERT
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha, awww en sætt.
Harpa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:02
Vonandi sleppur hún við morgunógleði...
Sæa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:03
hehe já, engin morgunógleði hjá minni bara endalaus matarlyst og pínu svona "ó ég á svo bágt" væl
Sandra Huld , 4.9.2007 kl. 21:13
haha... ohh en krúttlegt
Litla músin...
Eva, 5.9.2007 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.