Leita í fréttum mbl.is

Spúkí við Rauðavatn

Kvöld eitt í síðustu viku ákvað að renna upp að Rauðavatni og leyfa Töru að skottast aðeins um.  Ég var heldur seinna á ferðinni en venjulega og fattaði ekki fyrr en of seint að ég var sennilega meira en bara aðeins of seint á ferðinni því það var niðamyrkur niðri við vatnið og ekkert tunglsljós.  Ég lagði bílnum og þar sem ég er nú frekar myrkfælin hringdi ég í manninn minn og tilkynnti hvar ég var stödd í heiminum.  Þá hófst göngutúrinn.  Við röltum eitthvað aðeins upp eftir stígunum og eftir svona 15 mínútur gat ég ekki meira, ég bara varð að snúa við.  Ég var búin að ímynda mér alls kyns hluti, sá eitthvað annað en steina og tré.  Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur espað hræðsluna upp hjá sjálfum sér.  Tara var líka alltaf að stoppa til að horfa út í myrkrið og líta á mig til skiptis. Til að auðvelda leiðina til bara hringdi ég í vinkonu mína og spjallaði við hana alla leiðina til baka að bílnum.  Þegar komið var að bílnum hélt ég að ég væri hólpin, opnaði bílhurðina til að fá ljós og allt í góðu.  Tara hoppaði dugleg upp í bílinn og þegar ég var að festa hana leit hún skyndilega út um gluggann og byrjaði að gelta..... ég hélt ég yrði ekki eldri enda missti hjartað út eitt slag.  Ég öskraði á grey Töru sem snarþagnaði og ég gat klárað að festa hana.  Hún fór þó aftur að glugganum og byrjaði að gelta aftur.  Þá var mér allri lokið, ég skellti hurðinni aftur og henti mér inn í bílstjórasætið með þeim afleiðingum að ég dúndraði öðrum fætinum í stýrið með tilheyrandi bölvi.  Setti bílinn í gang og ætlaði sko að vera snögg að læsa öllum hurðum en það gekk ekki betur en það að ég opnaði gluggann í staðinn, sem er með auto stillingu svo hann fer alla leið niður..... tókst þó loksins að loka glugganum aftur og læsa hurðunum og bruna af stað.  Ég kom því rétt svo lifandi úr þessum göngutúr....  en eitt er víst, ég mun aldrei aftur fara í göngutúr þarna eftir myrkur!  Mikið rosalega hefur samt draugsi skemmt sér vel yfir þessu öllu saman Wink

Casper

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

Haha... vá hvað maður getur verið mikill klaufi þegar maður panikkar smá hehe...

Eva, 11.9.2007 kl. 01:42

2 identicon

hahaha snilld!

Harpa (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband