Leita í fréttum mbl.is

Zoolander

Ég sá myndina Zoolander í sjónvarpinu fyrir nokkru og kom hún skemmtilega á óvart.  Myndin er algjör snilld, bara fyndin og kjánaleg, pottþétt eitthvað sem mig langaði að eignast á DVD.  Leitin langa hófst og eftir að hafa leitað hér heima í nokkra mánuði ákvað ég að panta hana frá HMV í UK og með þessum kjánalegu tollmeðhöndlunargjöldum kostaði hún mig 1800 kr.  Mikið var ég ánægð með kaupin.  Ég átti erindi í Elko áðan og viti menn, hvað haldið þið að ég hafi rekist á?  Ó jú, Zoolander á 750 kr Frown  Mikið er þetta samt dæmigerð ég.  Til að lina sársaukann aðeins er mín útgáfa af diskinum "special edition" með fullt af aukaefni.

Ferðin í Elko var þó til fjár því ég fann 2000W Siemens ryksugu sem var á 5 þús. kr. afslætti (B-vara) því það var búið að opna kassann - algjör snilld.  Hún er meira að segja í gullfallegum lit, dökkblá, með alls kyns fylgihlutum og 4 hjólum sem öll snúast í 360°.  Get varla beðið með að prófa hana Wink  Ég datt nefnilega í miklar ryksugupælingar og langaði allt í einu svo rosalega í almennilega og kröftuga ryksugu, einhverja sem er gaman að nota og tekur öll hundahár af gólfunum.  Ég var svo djúpt sokkin í þetta að ég var farin að leita að ummælum um ryksugur á netinu.... frekar sjúkt.  Ryksugan fína verður prófuð um helgina Tounge

Góða helgi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe já hún er snilld! Sérstaklega öll "svipbrigðin".... Magnum.... hahaha!!

Annars sá ég mann í búðinni í dag sem leit alveg eins út og Ben Stiller!!

Skarpagus (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 00:53

2 identicon

hehe ohh týpískt... en þá er ég bara farn í Elko að versla þó svo að það vanti aukaefnið... fæ það bara lánað hjá þér ;)

Eva (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband