Leita í fréttum mbl.is

Sjö Vizslur fæddar!

Nú er systir Töru minnar, hún Ríma, búin að eignast 7 litla hvolpa, 3 tíkur og 4 rakka.  Faðirinn er hinn stolti Húgó sem eignaðist 8 heilbrigða hvolpa í mars síðastliðnum.  Vizlunum hefur semsagt fjölgað talsvert á þessu ári og eru nú Vizlurnar hér á landi orðnar 39 talsins ef ég man rétt.  Ég óska Gumma og Söru til hamingju með fjölgunina og get varla beðið eftir að fá að hitta Rímu og hvolpana Smile

Þær systur, Tara og Ríma, eru úr fyrsta Vizslugotinu sem var hér á landi þann 8. júní 2004.  Foreldrar þeirra eru Stemma og Bragur sem komu hingað til lands árið 2004, flutt inn af Emil Emilssyni og Sigríði Erlu Jónsdóttur.  Annað got kom frá þeim í maí ári síðar.  Tara er því úr stórum systkinahóp en þau eru alls 20 systkinin Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegt hvað allar vizlurnar eru samrýmdar! Ein stór fjölskylda

Harpa (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Polka og Dixie og hvolparnir níu

Myndirnar eru komnar - eins og þú baðst um

Polka og Dixie og hvolparnir níu, 1.6.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband