23.5.2007 | 23:08
Að gerast tölvusnillingur!
Svei mér þá, ég held að ég sé að gerast snillingur í tölvum..... ég er að fikta í stillingunum á bloggsíðunni en það er alveg heill hellingur sem hægt er að fikta í. Búin að finna 216 litakóda og valkvíðinn er heldur betur farinn að segja til sín Ég er búin að prófa alls kyns litasamsetningar og datt niður á eina þá ljótustu en það voru fjólubláir textakassar og skær gulur bakgrunnur, alveg hrikalegt enda var ég mjög fljót að breyta því. Þetta er hin ágætasta afþreying svona með sjónvarpsglápinu, annað augað á Americas Next top Model og Jericho og hitt á tölvunni! Maður er nú einu sinni kona og því mjög fjölhæf
Það er verst ef ég verð bara önnum kafin að breyta litum á síðunni í staðinn fyrir að skrifa eitthvað gáfulegt. Ég er að vinna í því vera duglegri að skrifa, það virðist bara alltaf vera svo mikið að gera þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug að segja. Ég afrekaði það þó að setja inn myndir af prinsessunni minni og nokkrar myndir úr Kvennaferð 4x4 svo þetta er nú ekki alslæmt. Annars var ég í prófi í gær sem gekk bara ágætlega sem er líka eins gott eftir að hafa sofið lítið og drukkið óheyrilega mikið af hinum guðdómlega og dýrmæta drykk TaB. Enda var ég hálf ónýt í gær, allur líkaminn í einhverju rugli bara. Svona álíka miklu rugli og sjónvarpsdagskráin á Stöð2 í gærkvöldi. Mikið agalega var leiðinlegt að það væri í sífellu verið að rjúfa dagskrána vegna frétta um stjórnarmyndun. Það var nú svosum ágætt að hafa horft á fréttaskotin, maður verður nú að vera aðeins inni í pólitíkinni svona til að vera kjafthæfur í vinnunni.
Ég varð reyndar svolítið hvumsa þegar ráðherralisti Samfylkingarinnar var gerður opinber. Mér finnst súrt að varaformaður flokksins, Ágúst Ólafur, skuli þurfa að lúta í lægra haldi fyrir kynjajafnréttinu og þetta eru orð kvenmanns! Jú því mér finnst ekki að hæfileikar eigi að víkja fyrir kynjajafnrétti, þarna er verið að ganga fram hjá varaformanninum því hann er karlmaður - hvert er jafnréttið hér!! Æ mér finnst þetta kynjadæmi stundum ganga of langt, farið út í öfgar held ég
Nú er ég búin að fikta svo mikið í tölvunni að Touch Padið datt úr sambandi... hehe... svo mig grunar að ég þurfi að restarta elskunni. Kannski er ég ekki svo mikill tölvusnillingur eftir allt saman
Bloggvinir
Tenglar
HUNDALÍF
- Hundaræktarfélag Íslands
- Hvuttar.net
- Dýraríkið
- Garðheimar
- Gæludýrabúðin Trítla
- Dýrabær
- Hill's hundafóður
- Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
- Dýraspítalinn í Víðidal
FERÐALÖG OG VEÐUR
- Ganga.is
- Ferðaklúbburinn 4x4
- Færð á vegum
- Betra veður Eini veðurvefurinn sem vit er í
- Veðurstofa Íslands
- Akureyri
- Útivist
- Ferðafélag Íslands
ÁHUGAVERT
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.