Færsluflokkur: Sjónvarp
26.5.2007 | 23:20
Ríkissjónvarpið ógurlega og afturför Stöðvar 2
Alveg hreint ótrúlegt með sjónvarpsdagskrána um helgar, það er eins og stöðvarnar keppist um að hafa sem lélegasta dagskrá!!
Nú er semsagt laugardagskvöld og ég í stuði til að liggja upp í sófa með popp og Tab og glápa á sjónvarpið. Skoða dagskrána vel og vandlega og vona hið besta en nei, á Stöð2 eru tvær hasarmyndir á dagskrá svo þar er ekki úr miklu að velja. Fyrri myndin, Blade, er reyndar ágæt en þar sem hún er ekki ný af nálinni er ég búin að sjá hana. Seinni myndin er mótorhjólamynd með Ice Cube í aðalhlutverki - nei takk! Skjár1 er með fullt af þáttum eins og venjulega en því miður eru það akkúrat þættir sem ég fíla ekki. Þá er bara einn séns eftir, Ríkissjónvarpið ógurlega, skyldueign allra sjónvarpseigenda og þar á ég ekki von á að finna nokkuð. En viti menn, eftir að hafa þýtt dagskrána yfir á skiljanlegt kvikmyndamál (dagskráin í Ríkissjónvarpinu er alltaf á íslensku og oft algjörlega ómögulegt að átta sig á hvaða mynd verður sýnd!!) þá kom í ljós að Sjónvarpið er að sýna tvær þrusumyndir Fyrri myndin er Köngulóarmaðurinn (Spiderman), reyndar fyrsta myndin frá 2002. Sú síðari er Hnefaleikaundrið..... já og hugsið nú, hvaða mynd ætli það sé?? Ha, hvern grunaði að Sjónvarpið myndi sýna óskarsverðlaunamyndina Million Dollar Baby frá árinu 2004. Ég er allavega svo heppin að hafa ekki séð þessa mynd og ætla sko að koma mér vel fyrir og glápa á hana.
Þá er það spurningin, af hverju er maður að púkka upp á sjónvarpsstöð eins og Stöð2 sem er með hreint út sagt glataða helgardagskrá, er rándýr og leyfir sér svo í ofanálag að vera með auglýsingahlé í sjónvarpsþáttunum. Mér finnst eins og það sé verið að hafa okkur áskrifendur að fíflum - það er bara ekki hægt að réttlæta auglýsingahlé í þáttum í áskriftarsjónvarpi!!! Ástæðan fyrir því að maður keypti áskrift að Stöð2 hér um árið var einmitt út af kvikmyndunum sem var venja að sýna um helgar en nú er maður áskrifandi út af nokkrum sápuóperum sem er núna hægt að kaupa á netinu.
Held ég fari bara að hætta þessu
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Tenglar
HUNDALÍF
- Hundaræktarfélag Íslands
- Hvuttar.net
- Dýraríkið
- Garðheimar
- Gæludýrabúðin Trítla
- Dýrabær
- Hill's hundafóður
- Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
- Dýraspítalinn í Víðidal
FERÐALÖG OG VEÐUR
- Ganga.is
- Ferðaklúbburinn 4x4
- Færð á vegum
- Betra veður Eini veðurvefurinn sem vit er í
- Veðurstofa Íslands
- Akureyri
- Útivist
- Ferðafélag Íslands
ÁHUGAVERT
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar