Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ég elska haustið...

Ég held pottþétt að ég sé haust.  Veðrið er oft svo milt og yndislegt á þessum árstíma þó það rigni nú reyndar rosalega í augnablikinu.  Svo er það allur erillinn sem oft fylgir haustinu, skipuleggja skólann og kaupa fullt af rándýrum bókum, skipuleggja starfið í sveitinni og byrja að hlakka til jólanna.  Svo mikið um að vera og það elska ég.  Sumarönnin í skólanum er nýbúin og haustönnin byrjaði í dag svo skólinn er "on fire".  Fór einmitt í dag og keypti 3 skólabækur sem reyndar setja fjárhaginn úr skorðum, en það er dýrt að vera í skóla svo þetta bara fylgir.

Næstu helgi er svo fundur stjórnar og hópstjóra sveitarinnar en þá ætlum við að fara út úr bænum og skipuleggja hauststarf sveitarinnar.  Þessu fylgir heljarinnar skipulagning og dagurinn í gær og dag hefur að miklu leyti farið í allskonar snúninga.  Nú er ég bara að bíða eftir að það berist til mín matur.... veit reyndar ekki hvort ég fái nokkuð að borða sem er kannski bara ágætt, á kannski smá forða sem ég get tekið af.  Annars ætla ég að byrja í leikfimi 4. september í Hreyfingu og reyna að koma mér í eitthvað smá form fyrir jólin, þó ekki kökuform.... hehe... Wink

Þar til síðar Kissing


Coke Zero - zero vinningar!

Hmmm... ég er búin að drekka alveg óheyrilega mikið magn af Coke Zero í sumar en hef ekki fengið einn einasta vinning Frown  Svo þekki einn ágætan mann sem drekkur ekki oft Coke en fær sér það þó annað slagið og þá vel sykrað.  Hann hefur 4 sinnum fengið 0,5 L kókflösku í vinning!!! 

Ein alveg ýkt sár Tounge 


Ljúf verslunarmannahelgi í Húsafelli

Ég átti frábæra helgi í Húsafelli en ég var þar ásamt stórum hluta fjölskyldu minnar.  Þemað var án efa mótor-mótor en Júlía bróðurdóttir mín var að kaupa sér krossara, svo eigum við krossara líka og pabbi fjórhjól svo nóg var af dóti til að leika með.  Það var geðveikt stuð að fá að prófa krossarann hennar Júlíu, verst að ég er svo klofstutt að ég náði rétt niður á jörðina með tánum...  Þetta stubbagen + gallað jafnvægisskyn gerði það að verkum að ég var alveg kostuleg á hjólinu Tounge  Aksturinn á fjórhjólinu gekk þó öllu betur enda eru þar fjögur dekk sem veita öllu meiri stöðugleika, fékk samt þokkalega strengi í hendurnar því það kom í ljós að eins og fæturnir þá eru hendurnar heldur í styttra lagi svo ég þurfti að beita þeim kjánalega til að ná almennilega að stýra!! Annars leið mér best þegar ég var sest undir stýri á jeppanum mínum.  Þar var ekkert jafvægistrufl í gangi og hvorki fætur né hendur of stuttar til að hafa fulla stjórn á tækinu Wink 

Mynd000
Sandra hjólagella
Mynd008
 

Það var frábært dótaveður, passlega hlýtt og alveg þurrt.  Fullt af liði var í skóginum og stemningin var bara falleg og góð.  Allavega varð ég ekki vör við nein leiðindi.  Það var samt frekar glatað "ballið" sem var haldið við þjónustumiðstöðina.  Yfirleitt hafa svona samkomur verið í lautinni þar sem varðeldurinn er, en núna var greinilega gróðahugur í fólki því með því að troða fólkinu á pallinn bak við pöbbinn var hægt að "servera" áfenga drykki.  Þarna var takmarkað sætapláss og því sýndist mér fólk stoppa stutt við, nema þeir sem höfðu sæti að sjálfsögðu.  Held að það hefði náðst mun betri stemning ef ballið hefði verið í lautinni góðu þar sem pláss er nóg og fólk getur komið með sín drykkjarföng og komið sér svo vel fyrir í grasinu með teppi.  Þar er líka pláss fyrir krakkana að leika sér.   Ég dúllaði mér bara heim í kofa aftur og tók hundana með sem höfðu ekkert gaman af þessu heldur.

05082007(001)

Helgin var samt alveg frábær enda ekki annað hægt þegar maður er í góðra vina og fjölskyldu hópi, með nóg af mat og drykk og fullt af tíma til að gera allt sem hugann girnist, ja fyrir utan að ég fann ekki tíma fyrir kennslubækurnar svo það á eftir að koma niður á mér þessa vikuna.  En það var vel þess virði að taka langa fríhelgi.

Þar til síðar Kissing 


Húkkaraball á Gauknum

Ég fór á mjög skemmtilega tónleika í fyrrakvöld á Gauknum með þeim snillingum í Á móti sól með Magna í fararbroddi ásamt ástralska hönkinum Toby Rand sem var mættur á svæðið ásamt bassaleikara hljómsveitar sinnar.  Þetta var upphitun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum sem ég er þó ekki svo heppin að vera að fara á Frown  Strákarnir spiluðu fullt af góðum íslenskum lögum en þegar Toby var með var mest spilað af lögum með U2 sem var bara í góðu lagi.  Það var rosa stemning á svæðinu, alveg fullt út að dyrum og sjúklega heitt, var byrjuð að svitna eins og "sillybilly" um leið og ég steig inn um dyrnar.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út á lífið síðan reykingabannið tók gildi og þvílíkur munur, það hefði verið óbærilegt þarna inni ef fólk hefði verið púandi sígarettur í þessari hitasvækju. Það var rosastuð á öllum á svæðinu og þó það væri ekki nema miðvikudagskvöld var djammfílingur á liðinu, meira að segja það mikið "stuð" að það brutust út slagsmál á dansgólfinu og fullt af stelpum voru dansandi mis eggjandi dansi uppi á stólum og ein var búin að hneppa frá blússunni.... Shocking  Ég og vinir mínir skemmtum okkur allavega konunglega og þetta var sko skemmtileg tilbreyting svona á annars venjulegu miðvikudagskvöldi!  Morguninn eftir var þó ekki alveg jafn skemmtilegur... hehe... en maður er nú ungur og sefur bara seinna.

Flestir vinir mínir eru flognir til Eyja og þar er víst geðveikt stuð og góður fílingur enda er búið að rætast heldur betur úr veðrinu.  En nei, ég bara húki í bænum eins og er og fæ reglulega send sms og myndir frá Eyjum. 

Góða helgi allir saman og njótið lífsins Kissing


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband