Leita í fréttum mbl.is

Ama Dablam í Himalaya

Ég hef ekki mikið að segja þessa dagana, bara fullt að gera í skólanum.  Mig langar að benda ykkur á leiðangur nokkurra íslenskra garpa til Nepal.  Þetta er leiðangur Viðars Helgasonar, Simon Yates og Ingvars Þórissonar á Ama Dablam í Himalaya en þeir ætla að klífa tindinn Ama Dablam.  Með þeim í för er líka Tolli sem ætlar að ganga á Island Peak og svo er á leiðinni út til þeirra Hulda kunningjakona mín en hún ætlar að vera í grunnbúðunum.  Grunnbúðirnar eru í 4.600 m hæð, sem er í talsvert meiri hæð en hæsti tindur okkar Íslendinga, og tekur um 5 daga að ganga þangað upp með hæðaaðlöguninni.  ama-dablam

Ama Dablam er 6.856 m hár tindur í Himalaya er á Khumbusvæðinu steinsnar frá Everest og er einn tilkomumesti tindurinn á svæðinu. Nafnið þýðir Móðir og hálsfesti hennar. Þaðan er tilkomumikið útsýni yfir þekktustu fjöll Himalaya; Everest, Lhotse, Pumori og Cho Oyu. Uppganga á Ama Damblam krefst klifurs bæði í ís og klettum en fjallið hefur verið talið nokkuð „öruggt“ þar sem ekki er mikil snjóðflóðahætta á leiðinni. Þó fórust þar 6 í snjóflóði síðastliðið haust og einn klifrari lést í janúar á þessu ári. (uppl. af bloggsíðu leiðangursins.)

Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á www.amadablam.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

Já þess má geta fyrir þá sem lesa og vita ekki þá er Simon Yates annar tvíeykisins sem myndin Touching the Void segir frá...
- ef ég man rétt...

Mæli með þeirri mynd fyrir alla - átakanleg...

Eva, 15.10.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Sandra Huld

Jújú það passar, Simon Yates er maðurinn, algjör hörkunagli.

Sandra Huld , 16.10.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband