Leita í fréttum mbl.is

Ég elska haustið...

Ég held pottþétt að ég sé haust.  Veðrið er oft svo milt og yndislegt á þessum árstíma þó það rigni nú reyndar rosalega í augnablikinu.  Svo er það allur erillinn sem oft fylgir haustinu, skipuleggja skólann og kaupa fullt af rándýrum bókum, skipuleggja starfið í sveitinni og byrja að hlakka til jólanna.  Svo mikið um að vera og það elska ég.  Sumarönnin í skólanum er nýbúin og haustönnin byrjaði í dag svo skólinn er "on fire".  Fór einmitt í dag og keypti 3 skólabækur sem reyndar setja fjárhaginn úr skorðum, en það er dýrt að vera í skóla svo þetta bara fylgir.

Næstu helgi er svo fundur stjórnar og hópstjóra sveitarinnar en þá ætlum við að fara út úr bænum og skipuleggja hauststarf sveitarinnar.  Þessu fylgir heljarinnar skipulagning og dagurinn í gær og dag hefur að miklu leyti farið í allskonar snúninga.  Nú er ég bara að bíða eftir að það berist til mín matur.... veit reyndar ekki hvort ég fái nokkuð að borða sem er kannski bara ágætt, á kannski smá forða sem ég get tekið af.  Annars ætla ég að byrja í leikfimi 4. september í Hreyfingu og reyna að koma mér í eitthvað smá form fyrir jólin, þó ekki kökuform.... hehe... Wink

Þar til síðar Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Bara að kvitta fyrir komunni, og takk fyrir öll kommentin á síðunni minni..gaman að sjá hvað þú ert að bralla.

Hafðu það gott

kveðja,

Ragga (hans Villa)

Ragga (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:07

2 identicon

Mér finnst samt haustið alltaf líka vera dálítið niðurdrepandi hehe...

Harpa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband