7.8.2007 | 21:21
Ljúf verslunarmannahelgi í Húsafelli
Ég átti frábæra helgi í Húsafelli en ég var þar ásamt stórum hluta fjölskyldu minnar. Þemað var án efa mótor-mótor en Júlía bróðurdóttir mín var að kaupa sér krossara, svo eigum við krossara líka og pabbi fjórhjól svo nóg var af dóti til að leika með. Það var geðveikt stuð að fá að prófa krossarann hennar Júlíu, verst að ég er svo klofstutt að ég náði rétt niður á jörðina með tánum... Þetta stubbagen + gallað jafnvægisskyn gerði það að verkum að ég var alveg kostuleg á hjólinu Aksturinn á fjórhjólinu gekk þó öllu betur enda eru þar fjögur dekk sem veita öllu meiri stöðugleika, fékk samt þokkalega strengi í hendurnar því það kom í ljós að eins og fæturnir þá eru hendurnar heldur í styttra lagi svo ég þurfti að beita þeim kjánalega til að ná almennilega að stýra!! Annars leið mér best þegar ég var sest undir stýri á jeppanum mínum. Þar var ekkert jafvægistrufl í gangi og hvorki fætur né hendur of stuttar til að hafa fulla stjórn á tækinu
Það var frábært dótaveður, passlega hlýtt og alveg þurrt. Fullt af liði var í skóginum og stemningin var bara falleg og góð. Allavega varð ég ekki vör við nein leiðindi. Það var samt frekar glatað "ballið" sem var haldið við þjónustumiðstöðina. Yfirleitt hafa svona samkomur verið í lautinni þar sem varðeldurinn er, en núna var greinilega gróðahugur í fólki því með því að troða fólkinu á pallinn bak við pöbbinn var hægt að "servera" áfenga drykki. Þarna var takmarkað sætapláss og því sýndist mér fólk stoppa stutt við, nema þeir sem höfðu sæti að sjálfsögðu. Held að það hefði náðst mun betri stemning ef ballið hefði verið í lautinni góðu þar sem pláss er nóg og fólk getur komið með sín drykkjarföng og komið sér svo vel fyrir í grasinu með teppi. Þar er líka pláss fyrir krakkana að leika sér. Ég dúllaði mér bara heim í kofa aftur og tók hundana með sem höfðu ekkert gaman af þessu heldur.
Helgin var samt alveg frábær enda ekki annað hægt þegar maður er í góðra vina og fjölskyldu hópi, með nóg af mat og drykk og fullt af tíma til að gera allt sem hugann girnist, ja fyrir utan að ég fann ekki tíma fyrir kennslubækurnar svo það á eftir að koma niður á mér þessa vikuna. En það var vel þess virði að taka langa fríhelgi.
Þar til síðar
Bloggvinir
Tenglar
HUNDALÍF
- Hundaræktarfélag Íslands
- Hvuttar.net
- Dýraríkið
- Garðheimar
- Gæludýrabúðin Trítla
- Dýrabær
- Hill's hundafóður
- Dýralæknamiðstöðin Grafarholti
- Dýraspítalinn í Víðidal
FERÐALÖG OG VEÐUR
- Ganga.is
- Ferðaklúbburinn 4x4
- Færð á vegum
- Betra veður Eini veðurvefurinn sem vit er í
- Veðurstofa Íslands
- Akureyri
- Útivist
- Ferðafélag Íslands
ÁHUGAVERT
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohh... já ég þarf bara að ná mér í mótórdellu/bílakall svo ég geti leikið með ykkur ;P eða verða geðveikt rík og kaupa mér bara sjálf ;)
Eva, 7.8.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.