Leita í fréttum mbl.is

Gengið á Úlfarsfellið

Ég og Tara skottuðumst á Úlfarsfellið áðan í veðurblíðunni.  Mikið rosalega var það hressandi, enda ágætlega svalt þarna uppi í fjallagolunni.  Við vorum ekki nema tæpan hálftíma upp og vorum álíka lengi niður enda fórum við einhverja kjánalega leið niður Wink  Tara hljóp örugglega sem samsvarar tvisvar sinnum upp á fellið, algjör snilld. Þetta er sennilega ekkert alveg skemmtilegasta gönguleiðin, allavega ekki svona snemma að vori.  Útsýnið er samt alveg meiriháttar og alveg þess virði að rölta þarna upp til að njóta þess.  Þetta er líka hvorki erfið né löng gönguleið og rétt við borgarmörkin.  Gæti ekki verið betra, enda eigum við stöllur alveg pottþétt eftir að fara þetta aftur Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg  ég er búin að vera í letikasti

Harpa (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband