Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Sé þetta alveg fyrir mér ...

Ég elska svona fyrirsagnir sem ná athygli manns og fá mann til að brosa út í annað.  Innihald fréttarinnar er mjög jákvætt og fínt að Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar láti sig málið varða.  Það fyrsta sem mér datt hins vegar í hug voru dansandi kýr með spenana út í loftið og með rauðan varalit....  en kýr eru reyndar í miklu uppáhaldi hjá mér.  Það er eitthvað svo skemmtilegt við þessi húsdýr, veit samt ekki alveg hvað það er.  Fann þessa stórsniðugu mynd sem mér finnst eiga stórvel við hér! 

dancing_cow

 


mbl.is Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ama Dablam í Himalaya

Ég hef ekki mikið að segja þessa dagana, bara fullt að gera í skólanum.  Mig langar að benda ykkur á leiðangur nokkurra íslenskra garpa til Nepal.  Þetta er leiðangur Viðars Helgasonar, Simon Yates og Ingvars Þórissonar á Ama Dablam í Himalaya en þeir ætla að klífa tindinn Ama Dablam.  Með þeim í för er líka Tolli sem ætlar að ganga á Island Peak og svo er á leiðinni út til þeirra Hulda kunningjakona mín en hún ætlar að vera í grunnbúðunum.  Grunnbúðirnar eru í 4.600 m hæð, sem er í talsvert meiri hæð en hæsti tindur okkar Íslendinga, og tekur um 5 daga að ganga þangað upp með hæðaaðlöguninni.  ama-dablam

Ama Dablam er 6.856 m hár tindur í Himalaya er á Khumbusvæðinu steinsnar frá Everest og er einn tilkomumesti tindurinn á svæðinu. Nafnið þýðir Móðir og hálsfesti hennar. Þaðan er tilkomumikið útsýni yfir þekktustu fjöll Himalaya; Everest, Lhotse, Pumori og Cho Oyu. Uppganga á Ama Damblam krefst klifurs bæði í ís og klettum en fjallið hefur verið talið nokkuð „öruggt“ þar sem ekki er mikil snjóðflóðahætta á leiðinni. Þó fórust þar 6 í snjóflóði síðastliðið haust og einn klifrari lést í janúar á þessu ári. (uppl. af bloggsíðu leiðangursins.)

Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á www.amadablam.blog.is


Njóttu vel og viturlega!

Þetta er stórgóð upphæð, get ekki annað sagt.  Ég ætti kannski að spila með, líkurnar eru vissulega til staðar Cool
mbl.is Íslendingur vann 105 milljónir í Víkingalottói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verslun ekki að fara út í öfgar?

Hvert stefnir þetta stóra neysluþjóðfélag eiginlega? Að bjóða upp á lausasölulyf eins og verkjalyf í sjálfsala er alveg stórfurðuleg hugmynd að mínu mati.  Hér á höfuðborgarsvæðinu eru 3 apótek sem eru opin til kl. 23:30 alla daga, eitt sem er opið til kl. 23 og eitt sem er opið til kl. 21 alla daga.  Flest apótek opna svo kl. 9 á morgnana.  Ef við getum ekki verslað á þessum rúma opnunartíma er ekki alveg í lagi hjá okkur.  Við erum orðin allt of vön því að geta verslað hvenær sem við viljum, á hvaða tíma sólarhrings sem er.  Verslanir eru opnar alla daga og flestar um helgar líka.  Auðvitað er þetta bara svona ýkt hérna á höfuðborgarsvæðinu en fyrst landsbyggðarbæjir eins og Akureyri komast af án svona opnunartíma af hverju getum við það ekki líka?  Á Akureyri er lengsti opnunartími apóteks til kl. 19 á virkum dögum og til kl. 17 um helgar.

Opnunartíminn er að fara út í öfgar.  Verslunarmiðstöðvarnar eru opnar allar helgar, frameftir kvöldi á fimmtudögum, bókabúðir eru farnar að hafa opið til kl. 22 á kvöldin, Blómaval og Húsasmiðjan opið til kl. 21 á virkum dögum og BT opið til kl. 22 á virkum dögum.  Það er aldeilis sem maður getur dundað sér í búðunum!

Held við ættum að taka okkur Dani til fyrirmyndar sem svo oft áður.  Þar er opnunartíminn innan marka sem gæti kallast eðlilegur.  Opnunartíminn er á við venjulegan vinnudag og yfirleitt eru verslanir að loka kl. 18 þó einstaka stærri verslanir séu að hafa opið til kl. 20.  Stærri verslanir eru oftast með opið á laugardögum til kl. 17.  Almennt er ekki opið á sunnudögum en þó er það þannig að verslanir hafa leyfi til að hafa opið fyrsta sunnudag í mánuði og þá til kl. 17.  Þetta eru verslunarmiðstöðvarnar að nýta sér. 

Viljum við ekki eyða meiri tíma með fjölskyldu okkar og vinum frekar en að vinna frá okkur allt vit?  Viljum við ekki frekar verja þeim tíma sem við eigum með fjölskyldu okkar og vinum annars staðar en í verslunum?  Mér finnst ég heyra allt of oft að fjölskyldufólk sé að gera sér dagamun með fjölskyldunni um helgar með því að skreppa í Smáralind eða Kringluna.... !!

Bara smá pælingar Wink


mbl.is Mætti selja lausasölulyf í sjálfsala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband