Leita í fréttum mbl.is

Skil ekki!

Nú er ég alveg steinhissa.  Ég skil það mjög vel að það sé nauðsynlegt að reyna að koma sem flestum heimilislausum einstaklingum af götunni og á heimili og þannig séð er staðsetningin ekkert út í hött.  Þetta er á svæði 101 þar sem alla hægt er að sækja flest alla þjónustu fótgangandi og húsnæðið hentar vel undir slíkt heimili - En hér kemur það sem ég skil bara alls ekki, af hverju er ekki skilyrði að íbúarnir hætti í neyslu?????  Á vef Félagsmálaráðuneytisins segir um starfsemina: "Heimilisfólki verður boðið uppá almenna og sérhæfða heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu og heildstæða félagslega ráðgjöf og stuðning til þess að ná tökum á lífi sínu, meðal annars að sækja áfengis- og fíknefnameðferð.  Ekki er skilyrði fyrir dvöl á heimilinu að viðkomandi hætti neyslu."  Það á semsagt að bjóða þessum karlmönnum að sækja áfengis- og fíkniefnameðferð, gott mál, en hver er hvatinn?  Þeir hafa þak yfir höfuðið á fínum og góðum stað en mega halda áfram í neyslu!!  Mér þykir mun eðlilegra að skilyrði sé fyrir búsetu sé engin neysla vímuefna og hjálpa þannig körlunum að koma lífi sínu á réttan kjöl.  Slíkt skilyrði er sett fyrir þær konur sem dvelja á Konukoti þó þar sé reyndar annað fyrirkomulag á þjónustunni, en þar mega konurnar ekki neyta áfengis né vímuefna á meðan þær eru í húsinu.  Svo þykist velferðarráð koma á móts við íbúa í nágrenninu með því að fækka íbúum úr 10 í 8.... Shocking  Ef neysla væri bönnuð þykist ég nokkuð viss um að annað hljóð væri í íbúum í nágrenninu!!!


mbl.is Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það væri svo auðvelt að fá fíkla og alkohólista til að hætta neyslu bara með því að bjóða þeim húsaskjól þá væru sennilega allt aðrar tölur frá meðferðastöðum landins. Þetta er bara ekki svona einfalt. Ég skil samt hvað þú ert að meina en því miður er þessi sjúkdómur þannig að menn hætta ekki í neyslu an hjálpar bara af því borgin veitir þeim þak yfir höfuðið. Og þetta er ekki afeitrunar eða meðferðarstofnun, það eru önnur urræði fyrir menn sem eru að koma úr meðferð og hafa kost á að fara á áfangaheimili þar sem öll neysla er bönnuð.  En vonum það besta og ég fagna þessu framtaki.

Anna (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband