Leita í fréttum mbl.is

Ógætilegur akstur í Breiðholti

Ég bara verð að koma því að hérna að ég varð vitni að rosalega ógætilegum akstri í Breiðholti hálf tólf í morgun.  Ég var á leið norður Breiðholtsbrautina og lenti á rauðu ljósi á gatnamótunum við Suðurfell.  Það voru tveir bílar sem voru að fara yfir gatnamótin á beygjuljósi (ein akrein) og síðari bílnum lá líka þessi ósköp á að hann reyndi í raun að taka fram úr fyrri bílnum á gatnamótunum.  Þessi akstur leiddi til þess að það var næstum búið að keyra á konu með ungt barn en þau voru að ganga yfir götuna á grænum göngukarli.  Þetta var það tæpt að ég var ósjálfrátt búin að taka af mér öryggisbeltið til að vera fljótari að hlaupa út....  Þarna stóð á tæpasta vaði og bílstjórinn virtist ekkert kippa sér upp við þetta og ók bara áfram eftir að konan og barnið voru hólpin, sem virtust frekar skelkuð eftir þessa reynslu.  Hvað getur maður gert, ég tók niður bílnúmerið og blótaði bílstjóranum, en that's it! 


mbl.is Franskur ökuþór vísar íslenskum lögum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Þetta kallast virðingaleisi,og því miður er allt of mykið af fólki sem virða ekki reglurnar,því miður.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

sorry, virðingarleysi

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Eva

já einmitt... þetta er bara fáránlegt. Sama hversu öruggur ökumaður maður sjálfur er þá er maður ekkert öruggur í umferðinni út af svona bjánum...
Þetta líka leiðir mann aðeins í að hugsa afhverju maður tilkynnir ekki svona til lögreglu... Málið er að þó svo að maður tilkynni hin og þessi lögbrot þá er voða lítið sem löggan gerir í málunum.

Eva, 27.7.2007 kl. 18:53

4 identicon

Actions speak louder then words......

að blogga gerir ekkert í þessu.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:38

5 Smámynd: Sandra Huld

Mikið rétt, mikið rétt.  Ég er búin að hafa samband við lögregluna!

Sandra Huld , 3.8.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband