Leita í fréttum mbl.is

Sykurneysla á Íslandi

Fyrir þá sem hafa gaman af tölfræði um sykurneyslu þá er þetta tilvalin lesning.  Allavega nokkuð áhugavert og trúverðugt alveg fram að síðasta liðnum en þar er þetta farin að vera spurning um að tapa sér í fávísri yfirlýsingagleði.  Njótið vel!  sykur

Vissir þú að ...

... sykurneysla á mann á Íslandi er komin upp í eitt kíló á viku?

... með viðbættum sykri í skólajógúrt, skólaskyri, rjómaskyri, ávaxtajógúrt og þykkmjólk fer heildarsykurmagn vörunnar í 10-14%?

... venjuleg mjólk, ab-mjólk, óblandað skyr og súrmjólk innihalda aðeins um 4% mjólkursykur, allan frá náttúrunnar hendi?

... eina morgunkornið sem ekki inniheldur viðbættan sykur eru óblandaðar hafraflögur?  Cheerios er þó aðeins 3% sykur, Corn Flakes 5%, All Bran 18%, Múslí 22%, Frosted Cheerios inniheldur 40% sykur og Coca Puffs 47%.  Þessar vörur eru þó auðugar af ýmsum bætiefnum.

... gosdrykkjaneysla á Íslandi hefur rúmlega þrefaldast á þremur áratugum og er nú komin í meira en 130 lítra á mann?

... þurrefni í gosdrykkjum er meira en 99% sykur?

... algengt magn viðbætts sykurs í kexi er 17-19% og í kökum 21-28%?

... sykri er bætt í nánast allan pakka-, dósa- og glasamat á Íslandi?

... ennþá er ekki skylt að tilgreina viðbættan sykur á umbúðum íslenskra matvæla?

... enginn aðili á Íslandi telur sig hafa það hlutverk að mæla hvort innihaldslýsingar á   íslenskum matvælum séu sannleikanum samkvæmar?

... nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til svipaðs boðefnarugls í heila við neyslu sykurs og við neyslu fíkniefna og borð við áfengi og heróín?

Tekið saman af Náttúrulækningafélagi Íslands og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Huld

Neinei Einar, þú ert ekkert að missa af neinni tískubylgju, þetta er bara eitthvað sem ber á góma reglulega.  Sumir njóta þess bara að lesa svona "useless information" og taka tölfræðina afskaplega alvarlega.  Ég les þetta yfir með öðru auganu og upplýsingarnar fara út um eyrun jafnóðum... allavega fæ ég mér cheerios með Cocoa Puffs kúlum í morgunmat á hverjum einasta morgni ásamt því að drekka ómælt magn af gosi svo ekki tek ég mikið mark á svona gagnslausum rannsóknum

Sandra Huld , 17.9.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband