Leita í fréttum mbl.is

Tími ljóskunnar liðinn

Nú er vika liðin frá því að ég litaði hárið á mér dökkt en ég ákvað að gefa ljóskunni smá frí.  Mig hefur alltaf langað að prófa að vera dökkhærð og svei mér þá, ég kann bara ágætlega við það.  Allavega bregður mér ekki lengur þegar ég lít í spegil en fyrstu dagana fannst mér alltaf eins og ég væri með eitthvað á hausnum eins og húfu eða buff Joyful  Annars var ég nú nokkuð smeyk um að þetta væri kannski ekki til hins betra þar sem fólk kom ekki með nein viðbrögð við breytingunni, hélt kannski að fólk vildi ekki ljúga með því að segja, "flott á þér hárið" en finnast það í rauninni ekki og kysi því að þegja....  þetta var engin smá breyting þar sem ég var mjöööög ljóshærð.  Ég hafði á orði við bróður minn að ég væri að prófa þetta og sjá ég fengi meiri virðingu frá öðrum, ná mér í smá "respect" og hann skaut þá að mér..... "já þú meinar svona gervigreind" Tounge hehe...  Sjáum nú til með það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst vel á breytinguna :) + skemmtileg tilraun... hvort skiptir "attitude" eða hárlitur meira máli!!!

Harpa (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:20

2 Smámynd: Eva

Haha... týpískur strákur Einar :P

Mér finnst þetta fara þér vel ;)

Alltaf gaman að breyta til og svona... mig hlakkar til þegar ég get farið að fikta og prófa svona líka :P

Eva, 3.9.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband