Leita í fréttum mbl.is

Húkkaraball á Gauknum

Ég fór á mjög skemmtilega tónleika í fyrrakvöld á Gauknum með þeim snillingum í Á móti sól með Magna í fararbroddi ásamt ástralska hönkinum Toby Rand sem var mættur á svæðið ásamt bassaleikara hljómsveitar sinnar.  Þetta var upphitun fyrir Þjóðhátíð í Eyjum sem ég er þó ekki svo heppin að vera að fara á Frown  Strákarnir spiluðu fullt af góðum íslenskum lögum en þegar Toby var með var mest spilað af lögum með U2 sem var bara í góðu lagi.  Það var rosa stemning á svæðinu, alveg fullt út að dyrum og sjúklega heitt, var byrjuð að svitna eins og "sillybilly" um leið og ég steig inn um dyrnar.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer út á lífið síðan reykingabannið tók gildi og þvílíkur munur, það hefði verið óbærilegt þarna inni ef fólk hefði verið púandi sígarettur í þessari hitasvækju. Það var rosastuð á öllum á svæðinu og þó það væri ekki nema miðvikudagskvöld var djammfílingur á liðinu, meira að segja það mikið "stuð" að það brutust út slagsmál á dansgólfinu og fullt af stelpum voru dansandi mis eggjandi dansi uppi á stólum og ein var búin að hneppa frá blússunni.... Shocking  Ég og vinir mínir skemmtum okkur allavega konunglega og þetta var sko skemmtileg tilbreyting svona á annars venjulegu miðvikudagskvöldi!  Morguninn eftir var þó ekki alveg jafn skemmtilegur... hehe... en maður er nú ungur og sefur bara seinna.

Flestir vinir mínir eru flognir til Eyja og þar er víst geðveikt stuð og góður fílingur enda er búið að rætast heldur betur úr veðrinu.  En nei, ég bara húki í bænum eins og er og fæ reglulega send sms og myndir frá Eyjum. 

Góða helgi allir saman og njótið lífsins Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Huld

hahaha Einar, ekkert fara að apa uppi ástralska hreiminn, hann er ekki svo spes  hehehe...

Sandra Huld , 4.8.2007 kl. 12:55

2 identicon

ùùù forstu ad sja Toby!!! Heppna thu :) Hefdi alveg verid til i thad!!!

Harpa (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband