Leita í fréttum mbl.is

Gott veganesti fyrir helgina!

Vog Lífið er skemmtun. Meiri sannleikur: það er röð af skemmtunum. Ekki taka það of alvarlega, vertu bara með partí-brosið á sínum stað. Fagnaðu hverju litlu skrefi fram á við.

Stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag er heldur betur fín föstudagsspá og ég held ég taki hana bara með trompi Smile  Góð byrjun á góðri og annasamri helgi.

"Litla" systir mín útskrifast í dag sem stúdent úr MR og heldur rosalega flotta veislu í tilefni dagsins.  Þar á ég pottþétt eftir að belgja mig út af allskyns fínerí og gotteríi.  Í kvöld er svo stefnan sett á að hitta róðrarliðið í smá partýi en þá fara fram andlegar hvatningaraðferðir sem eru nauðsynlegar fyrir róðrakeppni eins og þá sem við tökum þátt í á sjómannadaginn Wink 

Laugardagurinn mun þó að öllum líkindum fara í að læra en það eru verkefnaskil í skólanum bæði á laugardaginn og svo líka á þriðjudaginn.  Engin smá keyrsla í þessum kúrs sem ég er í núna í skólanum, það er verið að koma heilli önn fyrir á 1 mánuði og það er alveg svakalegt.  Þetta er sem betur fer skemmtilegt fag, hagnýt upplýsingakerfi, sem er tölvufag.  Þrátt fyrir mikið álag held ég að þetta fyrirkomulag henti mér betur þar sem keyrslan er stöðug og maður kemst ekki upp með annað en að læra frá fyrsta degi, ekkert slór leyfilegt hér Tounge

Sunnudagurinn, sjómannadagurinn, er svo dagur helgarinnar en þá verðum við í Björgunarsveitinni með ýmsa skemmtilega atburði niðri á Miðbakka.  Stærstur en án efa kappróðurinn sem stjórn tekur þátt í ásamt öðrum vöskum félögum.  Í fyrra fengum við silfur fyrir annað sætið í keppni blandaðra áhafna.  Samkeppnin verður öllu meiri þetta árið svo pressan er gífurleg, annars er nú markmiðið að sigra hssr líkt og í fyrra Happy  Ég hvet alla til að kíkja á Miðbakkann um helgina og hafa gaman af.  Hér má sjá dagskrána http://www.sjomenn.is/fullfrettir.php?id=19


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fór svo??

Harpa (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 01:13

2 identicon

Er maður ekki hvort eð er með vegna skemmtunarinnar?? /

Harpa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband